Kennsla í leirdúfuskotfimi

Næsta þriðjudag 19 ágúst verður opnun í leirdúfunum frá 18:00 - 21:00

Ef næg þáttaka næst þá verður Kristján Krossdal á staðnum og tekur menn í kennslu. Nánari upplýsingar um verð og lágmarsmætingu veitir Kristján sendið honum póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Það er mjög mikilvægt að melda sig við Kristján því ekki verður af kennslu ef lítil þáttaka verður.

Flautunámskeið og byssukynning

Veiðiflugan og SKAUST verða með flautunámskeið og byssukynningu á skotsvæðinu Þuríðarstöðum þriðjudginn 12 Ágúst n.k. frá kl. 18-22.

Í boði verður að prufa það helsta í Benelli og Franchi haglabyssum ásamt því að Kjartan Lorange mun vera með flautunámskeið fyrir komandi gæsavertíð og mun hann fara í gegnum notkun á gæsa og andaflautum, eitthvað sem engin gæsa og andaveiðimaður má láta framhjá sér fara.

Skot og leirdúfur verða á staðnum í boði Veiðiflugunnar og SKAUST og er um að gera að mæta tímalega og hafa gaman.

ATH engin kostnaður bara skemmtum.

Veiðiflugan og SKAUST.

Sölutorg opnar

Nú hefur SKAUST opnað sölutorg á vef sínum fyrir félagsmenn og aðra. Best er að senda auglýsingu beint á vefstjóra (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Það skal tekið fram að SKAUST tekur enga ábyrgð á viðskiptum milli aðila.

Kaupendur og seljendur geta kynnt sér reglur um kaup og sölu skotvopna á vefnum www.reglugerd.is. Hér eru greinar númer 29 og 30.

29. gr.

Kaup á skotvopni.

Fallist lögreglustjóri á að veita skotvopnaleyfishafa leyfi til að eignast skotvopn gefur hann út heimild (kaupheimild) til umsækjanda. Í kaupheimild skal nákvæmlega tilgreina hvaða skotvopn umsækjandi megi kaupa og af hverjum.

30. gr.

Sala á skotvopni.

Seljanda er óheimilt að selja öðrum skotvopn eða selja önnur skotvopn en greinir í kaupheimild. Seljanda ber að árita þrjú eintök kaupheimildar sem staðfestingu á því að hann hafi selt kaupanda tilgreint skotvopn.

Frumrit kaupheimildar ber kaupanda að senda til lögreglustjóra sem skráir söluna þá þegar í skotvopnaskrá og gefur út skotvopnaleyfi. Selji einstaklingur sem hefur skotvopnaleyfi skotvopn, skal seljandi senda lögreglustjóra skotvopnaleyfi sitt og skal hann eyðileggja það og gefa út nýtt, án sérstaks endurgjalds.

Öðru eintaki kaupheimildar heldur kaupandi og gildir það eintak sem leyfi fyrir tilgreindu skotvopni til bráðabirgða í allt að fjórar vikur frá útgáfu heimildar. Þriðja eintaki heldur seljandi.

Ef kaupandi er verslun sem hefur heimild til að versla með skotvopn skal sótt um kaupheimild til viðkomandi lögreglustjóra með sama hætti og ef um einstakling er að ræða en kaupaheimild skal vera án endurgjalds. Ber seljanda að senda skotvopnaleyfi sitt til lögreglustjóra til ógildingar og endurútgáfu skv. 2. mgr.

Ákvæði þessa kafla eiga við þótt eigandaskipti verði á skotvopni með öðrum hætti en sölu.

 

Hreinn 2014

Stórbrotin mótaröð SKAUST heldur áfram og er nú komið að Hreininum 2014.
Nú er ekkert annað í stöðunni en að skella leynihleðslunni í 10 hylki og að minnsta kosti 100 greina kúlu fyrir framan, stilla Strelok'inn og mæta galvaskur í Þuríðarstaði á fimmtudagskvöldið kl. 19.30.
Skráning fer fram á skaust.net þar sem einnig er hægt að nálgast fyrirkomulag/reglur mótsins.

Gæðavatn úr nýja lyndarbrunninum (vottað af HAUST) verður hitað og hægt að blanda út í það Nescaffé fyrir keppendur sem gesti.

Hvet sem flesta til að mæta og hita stálið.

Kv.
Stjórnin

Leirdúfukastarinn - verðskrá

Leirdúfukastarinn verður opinn alla þriðjudaga í júlí milli 18:00 og 20:00. Boðið verður upp á klippikort fyrir leirdúfuskotfimi á staðnum. Æskilegast er að þeir sem áhuga hafa á að kaupa klippikort millifæri upphæðina á reikning SKAUST með skýringunni leirdúfir og staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Framvísa þarf kvittun við afhendingu korta.

kt. 500395-2739

bnknr. 0305-26-000243

[one_half]

Verðskrá fyrir meðlimi SKAUST
Hringir Verð
1 800 kr.
5 3.500 kr.
10 7.000 kr.
20 12.000 kr.
Hver hringur er 25 dúfur

[/one_half][one_half_last]

Verðskrá fyrir aðra en meðlimi
Hringir Verð
1 1.000 kr.
5 4.500 kr.
10 9.000 kr.
20 16.000 kr.
Hver hringur er 25 dúfur

[/one_half_last]

[box type="shadow"]SKAUST hvetur fólk að nota heyrnahlífa á skotsvæðinu og kynna sér öryggisreglur.[/box]