Flautunámskeið og byssukynning
Veiðiflugan og SKAUST verða með flautunámskeið og byssukynningu á skotsvæðinu Þuríðarstöðum þriðjudginn 12 Ágúst n.k. frá kl. 18-22.
Í boði verður að prufa það helsta í Benelli og Franchi haglabyssum ásamt því að Kjartan Lorange mun vera með flautunámskeið fyrir komandi gæsavertíð og mun hann fara í gegnum notkun á gæsa og andaflautum, eitthvað sem engin gæsa og andaveiðimaður má láta framhjá sér fara.
Skot og leirdúfur verða á staðnum í boði Veiðiflugunnar og SKAUST og er um að gera að mæta tímalega og hafa gaman.
ATH engin kostnaður bara skemmtum.
Veiðiflugan og SKAUST.