Umgengis og öryggsreglur skotsvæðisins
Almennt:
- Aðgangur að skotaðstöðu svæðisins er lokaður öllum öðrum en virkum félagsmönnum SKAUST utan auglýsts opnunartíma.
- Virkir félagsmenn teljast þeir sem hafa greitt ársgjald félagsins og hafa þeir aðgang að aðstöðu svæðisins.
- Iðkenndur skulu ávallt vera árvökulir gagnvart umhverfinu utan æfingasvæðisins og sýna tillitsemi gagnvart þeim sem eiga ferð þar um.
- Aðeins er heimil notkun skráðra skotvopna á skotsvæðinu og skal handhafi vopnsins geta sýnt fram á skotvopnaleyfi sé þess óskað.
- Einungis er leyft að nota stálhögl á haglabyssuvelli.
- Bannað er að láta hunda ganga lausa á svæðinu.
Riffilvöllur:
- Ávallt skal umgangast vopn sem þau séu hlaðin
- Vopn skulu ávallt vera í tösku þar til komið er inn í skothús og æfingar hefjast.
- Ekki skal hlaða vopnið fyrr en búið er að beina því í skotstefnu vallarins og ganga úr skugga um það að enginn sé á brautinni.
- Áður en farið er að skotmarki skal ganga úr skugga um það að allir séu hættir að skjóta og vopnin standi opin og óhlaðin á borðunum.
- Aðrar umgengnisreglur vallarins svo sem umhirða og frágangur skulu ákveðnar af riffilnefnd og skulu hanga uppi í skothúsi.
- Brot á umgengnis- og öryggisreglum geta varðað brottrekstur úr félaginu og kæru til lögreglu.
- Stranglega er bannað að skjóta fugla eða önnur dýr á eða í næsta nágrenni vallarins.
- Skylt er að nota eyrnahlífar
Haglabyssuvöllur:
- Byssur skulu hafðar opnar og óhlaðnar þar til viðkomandi skotmaður hefur tekið sér stöðu á skotpalli.
- Byssur eiga að vera án óla.
- Ef skotmaður vill munda óhlaðna byssu skal hann haga sér sem um hlaðna byssu sé að ræða og fylgja 1 grein.
- Hámark er leyfilegt að 6 skyttur séu á vellinum samtímis.
- Skotmenn skulu ganga snyrtilega um svæðið og henda hylkjum og öðru rusli í ruslatunnur eftir hvern hring (25 dúfur) – ekki á meðan verið er að skjóta hringinn.
- Stranglega er bannað að skjóta fugla eða önnur dýr á eða í næsta nágrenni vallarins.
- Aðeins er heimilt að stunda æfingar á auglýstum æfingartímum eða með samráði við vallarstjóra og aðeins á tilgreindum svæðum. Hafa skal samráð við vaktstjóra áður en æfingar eru hafnar.
- Vaktstjóri er einráður á svæðinu á meðan á æfingum stendur.
- Félagið bendir öllum á að hver og einn er ábyrgur fyrir sér og sínum vopnum á svæðinu, eins og alls staðar.
- Skylt er að nota eyrnahlífar og hlífðargleraugu.
- Brot á þessum reglum geta valdið brottrekstri af svæðinu og kæru til lögreglu.