Enn af framkvæmdum
Við mættum nokkrir galvaskir drengir í gærkveldi og rifum í hjólbörur og skóflur.
Við fengum hlass frá Þ.S. af fínefni og var því sturtað á grasflötina og bílstjórinn þrykkti í burtu svo hratt sem hann mátti.
Við mokuðum efninu og bárum í stígana við trapvélina með hjólbörum og keyrðum yfir allt með jarðvegsþjöppu. Einnig var borið efni í malarpúðann (Malarböltann) og þjappað. Við náðum ekki að setja niður hellur eða steypuplatta á púðan. Til stendur að setja niður fimm stöðvar á malarpúðann fyrir aftan trapvélina. Við enduðum svo á góðu grilli og runnu Pullurnar ljúflega niður. Þeir sem mættu og lögðu hönd á plóg eiga hrós skilið fyrir sitt framlag. Það munar um hvern sem mætir og það væri nú gaman að sjá fleiri ný andlit því margar hendur vinna létt verk.
Einnig var tengt klósett og vatn um daginn.
--
Með bestu kveðju/Best regards/Med venlig hilsen
Bjarni Thor Haraldsson
[gallery ids="2018,2019,2020,2021,2022,2023"]