Aðalfundur 11. apríl
Stjórn SKAUST boðar hér með til aðalfundar félagsins þann 11. apríl kl 17:00.
Nánari upplýsingar þegar nær dregur
Stjórn SKAUST
Fyrsti brúarstólpinn tilbúinn
Eins og sést á meðfylgjandi myndum er fyrri brúarstólpinn klár og sá seinni verður kláraður í vikunni. Þetta er svakalega mikilvægt og gott skref fyrir okkur og á eftir að gjörbreyta öllu fyrir félagið og félagsmenn. Það stendur svo til að fara með stólpana og grafa niður þegar frost fer úr jörð og steypa ofan í rörin. Vinnan heldur svo áfram og bitarnir eru næstir í röðinni.
Bjarni Haralds.
[gallery columns="2" size="medium" ids="2538,2539"]
Halli á heimsbikarmót í bogfimi
Haraldur Gústafsson, eða Halli eins og allir kalla er á leiðinni erlendis að keppa í heimsbikarmóti í bogfimi. Keppnin fer fram í Marokkó áttunda og níunda október næstkomandi.
Halli er formaður bogfimideildar SKAUST og hefur hann þjálfað bogfimi og haldið námskeið í því félagi hér fyrir austan undanfarið ár.
Austurfrétt greinir frá þessu á vef sínum þar sem lesa má meðal annars viðtal við Halla.
Bogfiminámskeið - A.T.H breytta tímasetningu
Haldið verður byrjendanámskeið í bogfimi á vegum SKAUST sem byrjar Laugardaginn 20. september kl. 16:00 í fjölnotahúsinu í Fellabæ.
[box type="info"]Opið hús og kynning laugardaginn 13. sept. milli kl 16:00 og 18:00.
[/box]
Nánari upplýsingar á eftirfarandi stöðum :
Gsm:857-6689 - Haraldur
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
facebook : Bogfimi á Austurlandi