Frjálsíþróttaskóli UMFÍ í heimsókn
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ heimsótti bogfimideildina og hitti þar fyrir Harald Gústafsson og Sigurgeir Hrafnkellsson bogfimikappa úr Skotfélagi Austurlands. Þeir félagar, sem fljótlega voru endurskýrðir Bogi og Örvar úr Skírnisskógi, hittu algjörlega beint í mark og hópurinn var alveg heillaður af íþróttinni og fimi þeirra félaga. Allir fengu að spreyta sig með bogann og ljóst að margar efnilegar skyttur leynast í hópnum.
[Tekið af vef ÚÍA]
[gallery columns="4" ids="2115,2114,2113,2112,2111,2110,2109,2108,2107,2106,2105,2104"]