Framkvæmdir framundan

Framundan í þessari viku eru töluverðar framkvæmdir á svæðinu að Þuríðarstöðum. Til stendur að setja niður lindarbrunn og þar með fáum við rennandi vatn sem verður meðal annars notað til að tengja klósett og vask. Við mokum upp bölta að trapvél. Þetta verður einskonar skeifa fyrir aftan vélina. Við leggjum stíga við hliðina á trapvellinum. Haglabyssunefndin útbjó palla til hliðar við vélina þar sem menn geta æft sig á hliðarskotum.

Einnig stendur til að leggja vegslóða út að 300 metra battanum ásamt snúningsplani. Reknir verða niður staurar fyrir bíslagi við aðstöðuhúsið og gert klárt fyrir sólpall. Þessi vinna byrjar á fimmtudaginn og stendur fram að helgi, þetta er mest vélavinna en vinnandi hendur eru vel þegnar um helgina, við ætlum að fara í tiltekt á svæðinu og skipta út bakplötum á
riffilböttunum.

Svo er brúargerð í farvatninu - nánar um það síðar

Aðalfundur og árshátíð SKAUST 2014

Aðalfundur SKAUST verður haldinn 22. mars kl. 17:00 í Austra salnum og kl. 20:00 hefst árshátíð/Villibráðarveisla. Vinsamlegast skráið ykkur til leiks í veisluna This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Áhugafólk um skotfimi og nýir félagar eru hvattir til að mæta.

Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf sem samkvæmt lögum félagsins eru eftirfarandi:
Skýrsla stjórnar
Yfirferð ársreikninga
Lagabreytingar
Kosning formanns
Kosning stjórnar
Ákvörðun árgjalds
Önnur mál

Í dag skipa eftirfarandi meðlimir stjórnina:
Bjarni Þór Haraldsson Formaður
Baldur Reginn Jóhannsson Varaformaður
Dagbjartur Jónsson Ritari
Þórhallur Borgarsson Gjaldkeri
Úlfar Svavarsson Meðstjórnandi
Þorsteinn Ragnarsson Meðstjórnandi

Leirdúfurnar fljúga

Haglabyssunefndin minnir á að opið er fimmtudaga út ágúst frá 19:00 – 21:00

Áhugasamir aðilar sem vilja fá tilsögn og leiðbeiningar varðandi haglabyssuna geta sett sig í samband við  Kristján Krossdal This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og sími 8652965. ATH. að lágmarksþátttaka eru 3 einstaklingar. Krossdalinn er alveg þrælmagnaður leiðbeinandi og mikill fengur að fá hann til okkar að miðla reynslu sinni. Hvet alla sem eru í brasi og pælingum að setja sig í samband við kappann. Tíminn er á 2.500 krónur og greiðist á staðnum.

Leirdúfuskotfimi

SKAUST Auglýsir - opið verður í leirdúfu skotfimi á svæði okkar að Þuríðarstöðum, Eyvindarárdal alla fimmtudaga í ágúst frá 19:00 - 21:00
Leirdúfur verða á staðnum en mæta þarf með eigin stálskot. Hringurinn (25 dúfur) kosta 500 krónur fyrir félagsmenn en 800 fyrir utanfélagsmenn, greitt á staðnum.
Nú er um að gera að mæta og æfa sig fyrir komandi vertíð.
Frekari upplýsingar Bjössi 8664048, Ingi sími 8437767 og Tómas 8437896
Haglabyssunefnd SKAUST