Framkvæmdir framundan
Framundan í þessari viku eru töluverðar framkvæmdir á svæðinu að Þuríðarstöðum. Til stendur að setja niður lindarbrunn og þar með fáum við rennandi vatn sem verður meðal annars notað til að tengja klósett og vask. Við mokum upp bölta að trapvél. Þetta verður einskonar skeifa fyrir aftan vélina. Við leggjum stíga við hliðina á trapvellinum. Haglabyssunefndin útbjó palla til hliðar við vélina þar sem menn geta æft sig á hliðarskotum.
Einnig stendur til að leggja vegslóða út að 300 metra battanum ásamt snúningsplani. Reknir verða niður staurar fyrir bíslagi við aðstöðuhúsið og gert klárt fyrir sólpall. Þessi vinna byrjar á fimmtudaginn og stendur fram að helgi, þetta er mest vélavinna en vinnandi hendur eru vel þegnar um helgina, við ætlum að fara í tiltekt á svæðinu og skipta út bakplötum á
riffilböttunum.
Svo er brúargerð í farvatninu - nánar um það síðar