Mótareglur

100-300 - reglur

Skotið er krjúpandi á 100 metra mörkin og enginn aukabúnaður leyfður.

Á 300 metrunum er skotið af borði og allur aukabúnaður leyfður.

10 skot á hvert færi og 15 mín á hvert færi, samanlögð stig telja og skotið verður á skammbyssuskífur

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

Hreinn - reglur

1.Einungis er heimilt að nota hreindýrakalíber og lámark 100 gn kúlu. Úr reglugerð um stjórnun hreindýraveiða: „Til veiða á hreindýrum má einungis nota riffla með hlaupvídd 6 mm eða meira. Kúluþyngd skal ekki vera minni en 6,5 g (100 grains) og slagkraftur ekki minni en 180 kgm (1300 pundfet) á 200 metra færi. Veiðikúlur skulu vera gerðar til veiða á stærri dýrum, þ.e. þenjast hæfilega út í veiðibráð. Óheimilt er að nota sjálfvirka eða hálfsjálfvirka riffla við hreindýraveiðar.“ (Kúluhamar og vog verða á staðnum.)

2.Skotið verður 10 skotum á mismunandi löngum færum sem gefin verða upp á staðnum á skuggamynd af framhluta á  hreindýri.

3.Skotið verður tveimur skotum fríhendis standandi.

4.Öðrum skotum verður skotið af borði og verða tvífætur leyfðir en engin annar stuðningur leyfður.

5.Allar tegundir riffilsjónauka eru leyfðar.

6.Tímamörk verða 2 mín á fyrstu tvö fríhendisskotin og 8 mín á hin átta skotin.

7.Gefin verða 10 stig fyrir skot sem hittir lunga næst hjarta, 8 stig fyrir lunga fjær hjarta, 7 stig fyrir skot sem hittir hjarta og 3 stig fyrir skot sem hæfir dýr  þ.e.a.s. það sem er á blaðinu.

8.Engin æfingaskot verða leyfð að morgni keppnisdags.

 Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

Skammbyssumót - reglur

Skotnar eru 3 umferðir.

  • Fyrsta umferð 2×5-skot á 15 metrum.
  • Önnur umferð 2×5-skot á 15 metrum.
  • Þriðja umferð 2×5-skot á 15 metrum.
  • Allar skambyssur leyfðar og skotið er fríhendis.
  • Tími fyrir hverja umferð er 15 min og undirbúningstími er 10 min.

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

.22 LR - reglur

  1. Einungis er leyfilegt að nota .22 Lr og .22Lr short.
  2. Skotið er af borðum á skotskífur.
  3. Ekki er leyfilegt að nota tvífætur og skorður (rest).
  4. Engar takmarkanir eru á sjónaukastækkun.
  5. Skotin verða 3 x 5 skot á 50 metra færi á Hunter Class blöð sem ætluð eru fyrir 100 Yarda. Auk þess má skjóta ótakmarkað á "sigter" hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. (Fylgt Varmint for Score reglum).
  6. Tímamörk eru 10 min á fyrstu skífuna og 7 min á hinar tvær.
  7. Skotin verða 2 x 5 skot fríhendis á silhúettur: 2 á 40 metra færi d=54mm 2 á 60 metra færi d=115mm og 1 á 80 metra færi d=165mm. (Sjá mynd)
  8. Tímamörk eru 2 min á 5 skot á silúettur
  9. Hvert skot sem hittir silhúettu gefur 10 stig.
  10. 1.umferð: pappír 2.umferð: silúettur 3.umferð: pappír 4.umferð: silúettur 5.umferð: pappír 
  11. Aðalatriðið er að mæta með góða skapið, sýna sig og sjá aðra.

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót. 

Hunter class benchrest - reglur

Keppt verður eftir  Varmint for Score reglum.
Skotið á Hunter Class spjöld á 100 og 200 metra færum. 5 skotum á 5 blöð, samtals 25 skot á færi, samtals 50 skotum á báðum færum. Auk þess má skjóta ótakmarkað á "sigter" hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. Tímamörk eru 10 mínútur á fyrstu skífu og svo 7 mínútur á hinar fjórar. Nota má tvífót og skorður (Rest)  Engar takmarkanir á sjónaukastækkun.

Flokkar:

1. Óbreyttir veiðirifflar, upprunalegur lás og hlaup. Mega vera beddaðir.
2. Breyttir veiðirifflar/custom veiðirifflar eins og t.d Sako TRG eða Remington XB 40. Einnig ef búið er að skifta um hlaup á veiðiriffli.
3. Bench Rest rifflar, 3" forskefti.

Flokkar geta fallið niður ef ekki verður næg þáttaka. Aðal atriðið er að mæta með góða skapið, sýna sig og sjá aðra og læra í leiðinni,

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót. 

Refur - reglur

Mótið er opið öllum, sem geta komið með riffil, 10 skot og góða skapið.

  • Skotið verður 10 skotum á refaeftirlíkingar og spjöld á færum frá 80-400 metrum 1 skot á mynd samtals 10 skot.
  • Allt skotið liggjandi,(ef aðstæður leyfa) tvífótur leyfður og "veiðistuðningur" að aftan, þ.e úlpa, vettlingar, sjónauki, steinn. EKKI sandpoki. Allir rifflar og sjónaukar leyfðir.
  • Hámarkstími er 16 mín.
  • Brautin sem við höfum til umráða er 0-600 metrar. Færin verða gefin upp á staðnum.
  • (SAKO TRG og Tikka T3 Tactical eru taldir með veiðirifflum, enda fjöldinn allur af veiðimönnum sem notar orðið slíka riffla).
  • Ekki má nota rest, hvorki að framan eða aftan.
  • Enginn æfingarskot eru leyfð á mótsdag, tófuveiðimenn eins og aðrir veiðimenn eru búnir að prófa byssurnar sínar áður en haldið er til veiða.

Gefin eru stig fyrir hittni. 3, 5, 10 stig

 

Allt kúlugatið verður að vera innan myndar til þess að það telji sem hitt (dómnefnd sker úr um vafaatriði).

Ef kúlan snertir línuna sem liggur á milli stiga svæða þá gildir hærra skorið svo framarlega sem það snerti ekki svæði minna skorsins. Ekkert stig er gefið fyrir skott eða lappir.

Muzzle-break (Hlaupbremsa) er HEIMIL, menn verða bara að munda eftir heyrnaskjólum eða eyrnatöppum.

Úrskurður dómnefndar er endanlegur og áskilur hún sér rétt til þess að leita álits fagmanna um lögmæti riffla.

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

HunterClass - reglur

Skotið á Hunter Class spjöld á 100 og 200 metra færum. 5 skotum á 5 blöð, samtals 25 skot á færi, samtals 50 skotum á báðum færum. Auk þess má skjóta ótakmarkað á „sigter“ hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. Tímamörk eru 10 mínútur á fyrstu skífu og svo 7 mínútur á hinar fjórar. Nota má tvífót og skorður (Rest) Engar takmarkanir á sjónaukastækkun.
Flokkar:

1. Óbreyttir veiðirifflar, upprunalegur lás og hlaup. Mega vera beddaðir.
2. Breyttir veiðirifflar/custom veiðirifflar eins og t.d Sako TRG eða Remington XB 40. Einnig ef búið er að skifta um hlaup á veiðiriffli.

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

500 m - Reglur

• Allar löglegar hlaupvíddir leyfðar.
• Tvífótur leyfður að framan en ekki rest.
• Stuðningur að aftan leyfður (t.d. púði eða monopod).
• Allir sjónaukar leyfðir.
• Rifflar með hlaupbremsu skjóta saman í sér riðli.
• Fjarsjá leyfð (ráðlagt eindregið).

3 sighterar -         10 min
10 skot til skors - 15 min

Byrjað er á að skjóta 3 sightera, svo verða límdir skærir miðar yfir sightera þannig að allir ættu að sjá þá greinilega. Síðan verða skotin 10 skot til skors.

Ef menn eru jafnir að stigum, þá vinnur sá með fleiri tíur. Ef tíur er jafnmargar, vinnur sá með fleiri níur og svo framvegis. Ef allt er jafnt verður skotinn bráðabani uns annar (eða einn) fær hærra skor.

Dómnefnd sker úr um vafaatriði sem upp koma.

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

Rimfire BR - Reglur

  1. Leyfilegt að nota rimfire (randkveikt) t.d.  .17 Hmr .22 Lr og .22 magnum.
  2. Skotið er af borðum á skotskífur.
  3. Allur stuðningur er leyfður eins og skorður (rest).
  4. Engar takmarkanir eru á sjónaukastækkun.
  5. Skotin verða 5 x 5 skot á 50 metra færi á Hunter Class blöð sem ætluð eru fyrir 100 Yarda. Auk þess má skjóta ótakmarkað á "sigter" hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. (Fylgt Varmint for Score reglum).
  6. Tímamörk eru 10 min á fyrstu skífuna og 7 min á hinar fjórar.
  7. Aðalatriðið er að mæta með góða skapið, sýna sig og sjá aðra.

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

Vormót - Haglabyssa - Reglur

  1. Skotnir eru tveir hringir og ræður samanlagður árangur úrslitum.
  2. Í hverjum hring er skotin 1 stök dúfa og svo tvö "dobble" á hverjum palli.
  3. Ef keppendur í efstu þremur sætum eru jafnir að stigum eftir tvo hringi er skotinn bráðabani. Double á palli 3 úr kastara eitt og fjögur. Endurtekið eins og þörf er á.
  4. Skotið er eftir forgjafarreglum.

Forgjafarreglur:

Þeir sem taka þátt í fyrsta skipti fá forgjöf sem nemur helmingnum af mismuninum á 50 dúfum og á því sem þeir skoruðu. Þó aldrei meira en 15 dúfur.

Dæmi 1:

Skotið er á 50 dúfur.

Þáttakandi hittir 41 dúfu.

Mismunur er 9 dúfur.

Helmingurinn er 4,5 dúfur.

Heildarskor er því 45 dúfur.

Dæmi 2:

Skotið er á 50 dúfur.

Þáttakandi hittir 30 dúfur.

Mismunurinn er 20 dúfur.

Helmingurinn er 10 dúfur.

Heildarskor er því 40 dúfur.

 

Þegar sá frá dæmi 1 mætir í næsta mót og hittir 45 dúfur yrði hans heildarskor 49,5 með forgjöf. Ný forgjöf sem hann tekur með sér í næsta mót yrði 2 dúfur.

Þáttakandi úr dæmi 2 sem hitti 40 dúfur í sínu næsta móti yrði með heildarskor 50 með forgjöf. Ný forgjöf sem hann tekur með sér í næsta mót yrði 5 dúfur.

Séu menn jafnir að stigum eftir að forgjöf hefur verið gefin skal skotinn bráðabani.

Forgjöfina tekur þáttakandi með sér í næsta mót.

ATH. Forgjöf getur aldrei aukist aftur á milli móta.

Keppnisgjald er 1.500kr + skot.

  • Dómarar eru þáttakendur sjálfir eða valdir dómarar sem munu halda reglum og stigagjöf réttri.
  • Virða skal ákvarðanir dómara. Vafamál má leggja til endurskoðunar hjá dómurum á velli.
  • Há byssa er leyfð. (Byssa við öxl)
  • Skotmaður ræður hvor dúfan er skotin í double. Nema annað sé fyrir fram ákveðið af mótanefnd.
  • Gleymi skotmenn öryggi á skotvopni skal endurtaka, en samt aðeins eitt tækifæri gefið í hverjum hring.
  • Stoppi byssa vegna skota eða einhverja bilana skal sýna dómara á palli strax hvað sé að og ekki losa skot fyrr en dómari leyfir.
  • Fara skal eftir reglum félagsins um 28gr. hámarks hleðslu og notkun blýs er óheimil.
  • Ekki skal trufla aðra keppendur með vítaverðum hætti á meðan þeir er í skotstöðu.
  • Við alvarleg brot á þessum reglum mun keppandi missa þáttökurétt á því móti sem er í gangi

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

SKAUST haglameistarinn - mótaröð

  1. Skotnir eru tveir hringir og ræður samanlagður árangur úrslitum.
  2. Í hverjum hring er skotin 1 stök dúfa og svo tvö "dobble" á hverjum palli.
  3. Ef keppendur í efstu þremur sætum eru jafnir að stigum og með sama skor eftir tvo hringi er skotinn bráðabani, fjarki og ás í dobbli. 
  4. Skotið er eftir stigajöfnunarreglum.
  5. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með sigajöfnun á hverju móti.
  6. Á síðasta mótinu verða veitt verðlaun fyrir það mót sem keppt var í og líka fyrir samanlagðan árangur þriggja móta af sex. Uppi stendur sem sigurvegari SKAUST meistarinn miðað við stigajöfnun.
  7. Til að geta talist sportingmeistari SKAUST þarf keppandinn að vera skráður í félagið.

Keppnisgjald er 2.500kr + skot.

  • Dómarar eru þáttakendur sjálfir eða valdir dómarar sem munu halda reglum og stigagjöf réttri.
  • Virða skal ákvarðanir dómara. Vafamál má leggja til endurskoðunar hjá dómurum á velli.
  • Há byssa er leyfð. (Byssa við öxl)
  • Skotmaður ræður hvor dúfan er skotin í double. Nema annað sé fyrir fram ákveðið af mótanefnd.
  • Stoppi byssa vegna skota eða einhverja bilana skal sýna dómara á palli strax hvað sé að og ekki losa skot fyrr en dómari leyfir.
  • Fara skal eftir reglum félagsins um 28gr. hámarks hleðslu og notkun blýs er óheimil.
  • Ekki skal trufla aðra keppendur með vítaverðum hætti á meðan þeir er í skotstöðu.
  • Við alvarleg brot á þessum reglum mun keppandi missa þáttökurétt á því móti sem er í gangi

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

TVENNAN Hunter Class - reglur

  • Skotið á Hunter Class spjöld á 100 og 200 metra færum.
  • 5 skotum á 5 blöð, samtals 25 skot á færi, samtals 50 skotum á báðum færum.
  • Auk þess má skjóta ótakmarkað á „sighter“ hring á hverri skífu, sem er í neðra horninu hægra megin merkt S.
  • Tímamörk eru 10 mínútur á fyrstu skífu og svo 7 mínútur á hinar fjórar.
  • Nota má tvífót og skorður (rest).
  • Engar takmarkanir á sjónaukastækkun.

Flokkar:

Óbreyttir veiðirifflar: Upprunalegur lás og hlaup. Mega vera beddaðir.
Breyttir veiðirifflar/custom veiðirifflar: T.d. Sako TRG eða Remington XB 40. Einnig ef búið er að skipta um hlaup á veiðiriffli. 

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

TVENNAN Refur - Reglur

  • Allir rifflar, caliber og sjónaukar eru leyfðir.
  • Skotið verður 10 skotum á refaeftirlíkingar og refaspjöld á færunum 80 - 400 metrum.
  • Keppendur fá 16 mínútur til þess að skjóta þessum 10 skotum.
  • Allt skotið liggjandi (ef aðstæður leyfa) og tvífótur leyfður sem og veiðistuðningur að aftan.
  • Veiðistuðningur telst t. d. úlpa, vettlingar, skotabox, fjarlægðarmælir o.s.frv.

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

VARMINT FOR SCORE - reglur

VARMINT FOR SCORE

Skotið á Hunter Class spjöld á 100 og 200 metra færum. 5 skotum á 5 blöð, samtals 25 skot á færi, 50 skot á báðum færum. Auk þess má skjóta ótakmarkað á „sighter“ hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. Tímamörk eru 10 mínútur á fyrstu skífu og svo 7 mínútur á hinar fjórar. Nota má tvífót og skorður (rest). Engar takmarkanir á sjónaukastækkun.

 

Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.

Gæs - reglur

Mótið er opið öllum, sem geta komið með riffil, 10 skot og góða skapið.

  • Skotið verður 10 skotum á gæsaeftirlíkingar og spjöld á færum frá 50-300 metrum 1 skot á mynd samtals 10 skot.
  • Benchrest rifflar ekki leyfðir.
  • Allt skotið liggjandi, tvífótur leyfður og „veiðistuðningur“ að aftan, þ.e úlpa, vettlingar, sjónauki, steinn. EKKI sandpoki.
  • Aðeins eru rifflar sem EKKI ná leyfilegri stærð á hreindýraveiðar leyfðir, ss 222, 22-50, 223. Rifflar með hlaupvídd undir 6 mm. Kúluþyngd skal ekki vera meiri en 6,5 g (100 grains)
  • Hámarksstækkun á sjónauka er 16x.
  • Hámarkstími er 15 mín.
  • Færin verða gefin upp á staðnum.
  • Ekki má nota rest, hvorki að framan eða aftan.
  • Enginn æfingarskot eru leyfð á mótsdag, veiðimenn verða búnir að æfa sig fyrir mótsdag, þó ekki á lifandi gæsum!!

Gefin eru stig fyrir hittni. 5, 8, 12 stig, þar sem hægt er að velja milli þess að hausskjóta (12), hálsskjóta (8) eða búkskjóta (5).

 

Nóg er að kúlugatið snerti mynd til þess að það telji sem hitt (dómnefnd sker úr um vafaatriði).

Ef kúlan snertir línuna sem liggur á milli stigasvæða þá gildir hærra skorið.

Muzzle-break (Hlaupbremsa) er EKKI HEIMIL.

 

Úrskurður dómnefndar er endanlegur og áskilur hún sér rétt til þess að leita álits fagmanna um lögmæti riffla.

 

 Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.