Pallurinn kláraður með aðstoð Alcoa starfsmanna

SKAUST fékk svokallaðan Action-styrk Alcoa sem felur í sér að starfsmenn Alcoa bjóða fram krafta sína og Alcoa leggur fram greiðslu með verkefninu. Styrkurinn var nýttur til að klára sólpall fyrir framan félagshúsið síðastliðinn laugardag.  SKAUST þakkar sjálfboðaliðum og Alcoa fyrir sinn þátt í verkefninu.

Myndir frá vinnudeginum

Pallasmíði

Það voru 4 vaskir menn sem mættu að Þuríðarstöðum í gærkveldi, miðvikudag, til vinnu. Við kláruðum að setja niður grindina og steypa í gær þannig að það er allt klárt fyrir laugardaginn þegar dekkið verður lagt á.

Það var mat okkar í gærkvöldi að það leiðinlegasta væri búið og eftirleikurinn yrði þægilegur. Þetta vanst alveg ótrúlega vel og hratt enda vanir smiðir með í för og fagmenn. Það er fjári gott þegar menn gefa sér tíma í að vinna fyrir félagið sitt og við njótum öll góðs af. 

Við viljum hvetja sem flesta að berja pallinn augum og hann kemur svo sannarlega að góðum notum við hvers kyns viðburði í framtíðinni.

Stjórn SKAUST vill koma kæru þakklæti til þeirra sem mættu og unnu gott starf fyrir félagið sitt.

[gallery columns="5" ids="2395,2396,2397,2398,2399,2400,2401,2402,2403,2394"]

Leirdúfukastarinn opinn 23. ágúst kl. 15-18

Góðir hálsar
Tómas Stanislavsson verður með opnun á leirdúfu svæðinu Laugardaginn 23. ágúst 15 - 18

Nú er um að gera að æfa sig og ekki seinna vænna :)

Haglabyssunefndin

Góð þátttaka á flautunámskeiði

Við hjá SKAUST viljum þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á Skotsvæðið á þriðjudagskvöldið á kynningu Veiðiflugunnar, Skaust og Kjartans Inga Lorange.

Um 60 manns mættu á svæðið og mjög góð stemming var á svæðinu. Það nýjasta í Benelli og Franchi var kynnt og prófað. Kjartan kynnti svo flautur líka og hélt tónleika, það var satt best að segja alveg ótrúlega magnað að heyra hversu mikilli leikni Kjartan býr yfir þegar kemur að flautu konsert. Það var okkur hinum hvatning til æfinga. Björgvin bauð svo flauturnar á kynningarverði og það voru margir sem nýttu  sér það og versluðu sér flautur.

Fh SKAUST

Bjarni Haralds Formaður

[gallery columns="5" ids="2351,2352,2350,2349,2348,2346,2347"]