Bogfimideild
Bogfimideild SKAUST hefur verið starfandi síðan 2012. Æfingar eru innahúss í íþróttahúsinu í Fellabæ á eftirfarandi tímum:
- Laugardögum kl 14:00-16:00.
- Miðvikudagskvöldum kl 21:30-22:30
Æfingargjöld eru 4.500 kr. á mánuði.
Byrjendur eru alltaf velkomnir á laugardögum og allur búnaður er til staðar.
Þeir sem vilja koma og prófa á laugardögum eða koma á auglýst námskeið geta fengið boga og annað búnað að láni. Félagið á allan búnað sem til þarf en takmarkað magn er til staðar og eigin búnaður er alltaf betri.
Námskeið eru auglýst öðru hvoru og kosta 15.000 (10.000 fyrir meðlimi SKAUST).
Þeir sem koma á byrjendanámskeið geta fengið 15% afslátt af sínum fyrsta boga og búnaði ef pantað er í gegnum SKAUST.
Bogfimisetrið er eina verslunin á íslandi með bogfimibúnað.
Allir frekari upplýsingar veita:
Haraldur Gústafsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurgeir Hrafnkellsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Við erum líka á facebook þar sem eru að finna fullt af myndum og fleira.