Gleði fréttir Leirdúfurnar fljúga

GLEÐI FRÉTTIR!!!!!
Ákveðið hefur verið að hafa leirdúfusvæðið opið frá 18:00-20:00 alla þriðjudaga í júlí. Því hvetjum við menn að mæta og halda sér í æfingu svo að þeir komi ekki alveg haugryðgaðir inn í veiðitímabilið

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ í heimsókn

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ heimsótti bogfimideildina og hitti þar fyrir Harald Gústafsson og Sigurgeir Hrafnkellsson bogfimikappa úr Skotfélagi Austurlands. Þeir félagar, sem fljótlega voru endurskýrðir Bogi og Örvar úr Skírnisskógi, hittu algjörlega beint í mark og hópurinn var alveg heillaður af íþróttinni og fimi þeirra félaga. Allir fengu að spreyta sig með bogann og ljóst að margar efnilegar skyttur leynast í hópnum.

[Tekið af vef ÚÍA]

[gallery columns="4" ids="2115,2114,2113,2112,2111,2110,2109,2108,2107,2106,2105,2104"]

Skotpróf í vikunni

Skotpróf

Nú líður að lokum prófa, skotprófum á að vera lokið fyrir mánaðarmótin júní/júlí.

Bjössi tekur á móti mönnum í skotpróf mánudaginn 23 júní frá 17:30 og frameftir kveldi vinsamlegast verið í sambandi við Bjössa í síma 8664048 með tíma. Tómas verður til taks á þriðjudag 24 júni frá 17:00 og frameftir sími 8235560 Baldur sími 6624654 verður á svæðinu fimmtudaginn 26 frá 17:00. Bjarni 8437735 verður á svæðinu föstudaginn 27 júní frá 17:00 og fram eftir.

Símanúmer prófdómara e. kl. 17:00
Bjarna Haralds 843-7735
Baldur R. Jóhannsson 662-4654
Bjössi 8664048
Hjörtur Magnason 892-3160
Tómas Stanislawsson 823-5560

Fyrirkomulag:

  • Vinsamlegast millifærið prófgjaldið Kr. 4.500 - á reikning SKAUST með skýringunni Skotpróf 2014.
  • Í skotprófi skal framvísa kvittun fyrir greiðslunni. Það skal tekið fram að greiða skal fyrir skotprófið áður en prófið er tekið.
  • Vinsamlegast framvísið lánsheimild á skotvopni eigi það við.

Bankaupplýsingar:

Kt. 500395-2739

bnr: 0305-26-000243

Undirbúningur fyrir prófið.
[box type="warning"]

  • Nauðsynlegt er að æfa sig fyrir skotprófið og gott er að kynna sér framkvæmd prófsins á www.hreindyr.is (smella á flipann "Verkleg skotpróf").
  • Fólk er hvatt til að koma vel undirbúið svo afgreiðsla gangi sem best fyrir sig.
  • Svo er bara um að gera að taka lífinu með ró og gera sitt besta.
  • Það er gott að prenta út æfingaskífu og prófa að skjóta á hana á 100 metrum. Það er alveg nauðsynlegt að æfa sig áður en prófið er tekið.

Prófdómarar SKAUST

Opnun leirdúfuvallar SKAUST

SKAUST Tilkynnir með stolti opnun leirdúfuvallar félagsins þann 25. Júni miðvikudag frá 18:00 – 21:00

Haglabyssunefnd hvetur alla áhugasama um skotfimi að mæta á staðinn og skoða aðstöðuna og reyna sig við dúfurnar fráu. Pylsur og grill á staðnum, gerum okkur glaðan dag og fjölmennum. Hringurinn (25 dúfur) kostar 1000 krónur. Dúfur eru á staðnum en fólk verður að koma með stálskot með sér. Vinsamlegast tilkynnið komu ef því verður viðkomið á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.