Hreinn 2014

Stórbrotin mótaröð SKAUST heldur áfram og er nú komið að Hreininum 2014.
Nú er ekkert annað í stöðunni en að skella leynihleðslunni í 10 hylki og að minnsta kosti 100 greina kúlu fyrir framan, stilla Strelok'inn og mæta galvaskur í Þuríðarstaði á fimmtudagskvöldið kl. 19.30.
Skráning fer fram á skaust.net þar sem einnig er hægt að nálgast fyrirkomulag/reglur mótsins.

Gæðavatn úr nýja lyndarbrunninum (vottað af HAUST) verður hitað og hægt að blanda út í það Nescaffé fyrir keppendur sem gesti.

Hvet sem flesta til að mæta og hita stálið.

Kv.
Stjórnin