Brúarframkvæmdir hafnar
Smá fréttir af samgöngu málum okkar. Við höfum verið að atast í brúarmálum í dágóðan tíma og mikill tími farið í það mál. Eins og við greindum frá 12 mars eru brúarstólparnir klárir. Nú verður merkilegur áfangi í verkinu í dag þar sem vesturstöpullinn fer niður í dag. Veðrið hefur aðeins verið að hrekkja okkur og tafið vinnuna.
Þetta er klárlega stór og jákvæður áfangi hjá okkur í félaginu.
Það á eftir að breyta gífurlega miklu fyrir okkur í SKAUST að fá þessar mikilvægu úrbætur.
Sjórn SKAUST
Austurland open í bogfimi á Eiðum
Austurland Open fer fram utandyra á gamla íþróttavellinum að Eiðum og verður keppt á 4 vegalengdum: 30m, 50m, 60m og 70m. Skotið er á 122 cm skífu á lengri vegalengdunum en á 80 cm skífu á styttri vegalengdirnar (50 og 30 metra).
Mótinu verður skipt niður á 2 daga með útsláttarkeppni seinni daginn.
Sjá nánar á archery.is
Opið fyrir mótsskráningu
Nú er búið að opna fyrir skráningu á mótaröð SKAUST. Allt riffil og skammbyssu fólk ætti að finna eitthvað fyrir sitt hæfi en mótin eru tólf talsins. SKAUST hvetur fólk til að skrá sig á mótin í gegnum vefinn þar sem það flýtir fyrir og auðveldar allt utanumhald og nú er hægt að skrá sig beint í gegnum mótsyfirlitið. Gleðilegt mótssumar :-)
Lions styrkir unglingastarf bogfimideildarinna
Bogfimideild Skaust barst styrkur frá Lionsklúbbnum Múla að upphæð 50.000 kr fyrir barna og unglingastarf. Bogfimideildin vill koma á framfæri þakklæti til Lionsklúbbsins Múla fyrir óvænt framlag.