Góð þátttaka á flautunámskeiði
Við hjá SKAUST viljum þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á Skotsvæðið á þriðjudagskvöldið á kynningu Veiðiflugunnar, Skaust og Kjartans Inga Lorange.
Um 60 manns mættu á svæðið og mjög góð stemming var á svæðinu. Það nýjasta í Benelli og Franchi var kynnt og prófað. Kjartan kynnti svo flautur líka og hélt tónleika, það var satt best að segja alveg ótrúlega magnað að heyra hversu mikilli leikni Kjartan býr yfir þegar kemur að flautu konsert. Það var okkur hinum hvatning til æfinga. Björgvin bauð svo flauturnar á kynningarverði og það voru margir sem nýttu sér það og versluðu sér flautur.
Fh SKAUST
Bjarni Haralds Formaður
[gallery columns="5" ids="2351,2352,2350,2349,2348,2346,2347"]