Stjórnarfundur 27. ágúst 2012
Stjórnarfundur SKAUST 27.08.2012
Mættir: Þorsteinn B Ragnarsson, Bjarni, Úlfar og Dagbjartur.
- 1.Bjarni setti fundinn.
- 2.Ljóst var eftir heimsókn Þórólfs Hafstað að ekki fengist heimild fyrir lagningu slóðar á svæðið.
- 3.Steini B sagði frá því að þrír 11m langir (IP 500)bitar sem við fengum hjá Alcoa væru komnir upp í Myllu og væri að taka einn í tvennt og sjóða við hina.
- 4.Teikna þarf upp veginn að skotsvæðinu og Steini tekur það að sér, þá fyrst er hægt að tala við sveitarfélagið varðandi leyfi.
- 5.Útvega þarf teikningu af lokum sem fengust hjá LV og sér Dagbjartur um það.
- 6.Spáð í skipulagsmál. Vantar flaggstöng og ætlar Tóti að redda því. Rætt um bíslag og vatnsveitu.
- Lengja þarf veginn út í 300 m batta.
- Undirstöður undir bíslag.
- Undirstöður undir pall.
- Vatnsból
- Plægja niður vatnslögn
- Ramp til að standa á við trapphús.
- 7.Dagbjartur ætlar að heyra í Einari á Teigabóli varðandi plóg.
- 8.Bjarni ætlar að tala vi Börk hjá Rarik varðandi staurabúta undir bíslag og pall.
- 9.Dagbjartur og Steini ætlað að kanna aðstæður fyrir vatnslögn og vatnsból þann 28.8.2012.
- 10.Bjarni skýrði frá því að 149 skotpróhefðu verið tekin hjá Skaust. Bjarni minntist á einhverja hnökra við framkvæmd prófsins og bjóst við að athugasemdum verði skilað til umhverfisstofnunar.
- 11.Ákveðið að hafa lyklamál í þeim farvegi að hafa lyklaskáp í ár.
Fleira ekki gert, fundi slitið. Dagbjartur