1. stjórnarfundur 20.04.2015
Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen, Þorsteinn B Ragnarsson og Kristján Krossdal.
Stjórnin skiptir með sér verkum: Bjarni formaður, Þorsteinn varaformaður, Haraldur gjaldkeri, Kristján ritari og Baldur meðstjórnandi.
- Samgöngumál rædd. Vonast er eftir að hægt verði að fá Austurverk í vikunni til að koma og grafa brúarstöplana niður. Ætlum að heyra í Eyjólfi Skúla og athuga hvort hann geti híft stöplana þegar kemur að því að þeir fari niður.
- Bjarni talar um gott samstarf við UST bæði varðandi hreindýraprófin og eins námskeiðshald í tengslum við byssuleyfi. Hefur verið að skila tekjum inn í félagið.
- Þorsteinn kemur með þá hugmynd að við látum það fréttast út í samfélagið að við tökum við trjám ef fólk er að saga niður. Getum komið þeim fyrir á svæðinu hjá okkur til að fá betri ásýnd svæðisins.
- Farið yfir lög félagsins og ákveðið að gera tillögur að breytingum fyrir næsta aðalfund. Í 2. grein segir „Félagið er deildarskipt, íþróttadeild og veiðideild.“ Félagið er ekki deildarskipt og því ætti 2. grein að vera svona: „Félagið er félag áhugamanna um skotvopn, skotfimi og skotveiðar.“. Talað um að breyta grein 2.2. í „Að vinna að eflingu skotíþrótta og koma upp fullkominni aðstöðu til skotæfinga og skotmóta og bæta ásýnd svæðisins“. Jafnframt er talað um að taka grein 3.4 út.
- Rætt var um að snúa trap vélinni meira upp í fjall svoleiðis að hægt sé að nýta bæði riffilvöllinn og trap völlinn á sama tíma. Einnig var rætt um að bæta við kösturum til að útbúa sporting völl. Það verður þó ekki farið í frekari breytingar á haglavellinum fyrr en samgöngumálin verða komin í gott horf.
- Stjórnin setti sér nokkur framtíðarmarkmið:
- Koma leirdúfu svæði í það horf sem við viljum – útbúa sporting völl.
- Klára svæðið og bæta ásýnd þess.
- Koma upp umgengnisreglum og reglum félagsins á sýnilega staði.
- Laga forstofu í riffilhúsi, setja upp hurð, hillur og geymslu fyrir mótabúnað.
- Skilgreina hlutverk nefnda.
- Marka stefnu í að taka á móti hópum.
- Að lokum var rætt um aðra tekjustofna fyrir félagið t.d. að bjóða fyrirtækjum uppá að kaupa auglýsingar á heimasíðu. Selja húfur, skotvesti, boli peysur og/eða merki.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.