Leirdúfusvæðið opnar
Ákveðið hefur verið að hafa leirdúfusvæðið opið frá 18:00-20:00 alla mánudaga og fimmtudaga út ágúst. Því hvetjum við menn að mæta og halda sér í æfingu svo að þeir komi ekki alveg haugryðgaðir inn í veiðitímabilið. Fyrsta opnun verður fimmtudaginn 30. júlí. Lokað verður 3. ágúst vegna frídags verslunarmanna.
Nú er fært yfir á lakkskóm og um að gera fyrir félaga okkar að drífa sig
Verðskráin er hér http://skaust.net/leirdufuskotfimi/