Stjórnarfundur 20. janúar 2013

Stjórnarfundur  SKAUST  20.01.2013

Mættir: Bjarni, Baldur, Þorsteinn B og Dagbjartur.

  1. 1.Bjarni setti fundinn.
  2. 2.Drög að mótaskrá var lögð fram.
  3. 3.Farið yfir verkefnalista fyrir vélavinnu í vor og Dagbjartur ætlar að heyra í Einari á Teigabóli um það mál.
  4. 4.Fram kom að Steini er langt kominn með að teikna brú inn á afstöðumynd.
  5. 5.Bjarni sagði frá stálbitum sem okkur höfðu áskotnast og ætlar hann að kanna hvort þessir bitar passa við þá sem við eigum.
  6. 6.Senda þarf tillögu að deiliskipulagi til bæjarráðs og ætla Steini og Bjarni að fylgja því eftir.
  7. 7.Steini ætlar að heyra í Birni Sveins varðandi teiknigu af brú á svæðið.
  8. 8.Stofnuð hefur verið bogfimideild innan SKAUST, stefnt á að hefja æfingar í vetur og hafa verið keypt mörk til þess.
  9. 9.Lagt til að lögum félagsins verði breytt í þá veru að aðalfundur skuli haldinn fyrir 1. mars árEinnig lagt til að greiðsluseðlar félagsins verði sendir út eigi síðar en 15. mars.
  10. 10.Stefnt á að halda aðalfund fimmtudaginn 14.3.2013.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur