Stjórnarfundur 8. nóvember 2012
Stjórnarfundur SKAUST 08.11.2012
Mættir: Þorsteinn Erlingsson, Bjarni, Baldur, Úlfar og Dagbjartur.
- 1.Bjarni setti fundinn.
- 2.Ræddar vanefndir á hinum ýmsu málum og orðið ljóst að skollin er á vetur og verður lítið gert á svæðinu fyrr en í vor.
- 3.SamgöngumáBjarni sagði frá fundi sem hann sat með sveitarfélaginu og þar kom fram að sækja þarf um breytingu á aðlaskipulagi varðandi brú á svæðið. Steini B. og Bjarni ætla að sjá um það mál. Í kjölfarið verur að sækja um styrk til Fljótsdalshéraðs og ætlar Bjarni að sjá um það. Einnig nefndi Bjarni að Hafliði Hafliðason væri tilbúinn að aðstoða við styrkumsóknir af ýmsu tagi.
- 4.Nefndir: Ákveðið að Úlfar komi inn í haglabyssunefnd í staðinn fyrirRætt um að fjölga þurfi í riffilnefnd.
- 5.Ákveðið að Dagbjartur setji saman lista yfir verkefni sem þarf að vinna með vélum á svæðinu í vor og sendi hann á Bjarna.
- 6.Haraldur Gústafsson hafði samband við Bjarna og hefur áhuga á að stofna bogfimideild innan SKAUST, stjórn tók jákvætt í það og fól Bjarna að sjá um það mál.
- 7.Rætt um ný vopnalög en til stendur að senda athugasemdir varðandi nokkur atriði.
- 8.Bjarni sagði frá því að skotpróf voru alls 179 á árinu.
- 9.Dagbjartur sagði frá því að skotmót hefðu gengið vel á árinu en 8 skotmót voru haldin á vegum SKAUST og voru alls 80 keppnisgjöld greidd vegna þeirra, þó stundum hafi sami maður keppt í fleiri en einum flokki.
Fleira ekki gert, fundi slitið. Dagbjartur