Stjórnarfundur 8. nóvember 2012

Stjórnarfundur  SKAUST  08.11.2012

Mættir: Þorsteinn Erlingsson, Bjarni, Baldur, Úlfar og Dagbjartur.

  1. 1.Bjarni setti fundinn.
  2. 2.Ræddar vanefndir á hinum ýmsu málum og orðið ljóst að skollin er á vetur og verður lítið gert á svæðinu fyrr en í vor.
  3. 3.SamgöngumáBjarni sagði frá fundi sem hann sat með sveitarfélaginu og þar kom fram að sækja þarf um breytingu á aðlaskipulagi varðandi brú á svæðið.  Steini B. og Bjarni ætla að sjá um það mál.  Í kjölfarið verur að sækja um styrk til Fljótsdalshéraðs og ætlar Bjarni að sjá um það.  Einnig nefndi Bjarni að Hafliði Hafliðason væri tilbúinn að aðstoða við styrkumsóknir af ýmsu tagi.
  4. 4.Nefndir: Ákveðið að Úlfar komi inn í haglabyssunefnd í staðinn fyrirRætt um að fjölga þurfi í riffilnefnd.
  5. 5.Ákveðið að Dagbjartur setji saman lista yfir verkefni sem þarf að vinna með vélum á svæðinu í vor og sendi hann á Bjarna.
  6. 6.Haraldur Gústafsson hafði samband við Bjarna og hefur áhuga á að stofna bogfimideild innan SKAUST, stjórn tók jákvætt í það og fól Bjarna að sjá um það mál.
  7. 7.Rætt um ný vopnalög en til stendur að senda athugasemdir varðandi nokkur atriði.
  8. 8.Bjarni sagði frá því að skotpróf voru alls 179 á árinu.
  9. 9.Dagbjartur sagði frá því að skotmót hefðu gengið vel á árinu en 8 skotmót voru haldin á vegum SKAUST og voru alls 80 keppnisgjöld greidd vegna þeirra, þó stundum hafi sami maður keppt í fleiri en einum flokki.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur