Stjórnarfundur 20. maí 2012

Stjórnarfundur  SKAUST  20.05.2012

Mættir: Þorsteinn B Ragnarsson, Þorsteinn Erlingsson, Bjarni, Baldur og Dagbjartur.

  1. 1.Bjarni setti fundinn.
  2. 2.Ákveðið að skipa eftirtalda í prófdómarahlutverk hjá SKAUST: Hjörtur Magnason, Tómas Stanislawsson, Baldur Reginn Jóhannsson,  Bjarni Þór Haraldsson og Sveinbjörn Valur Jóhannsson.
  3. 3.Steini B hafi samband við Þórólf Hafstað en hann er væntanlegur í byrjun júní.
  4. 4.Rætt um fyrirhugaðan samfélagsdag og hugmynd um að setja upp ramp kringum haglabyssuhús og ætlar Bjarni að athuga með trjáplöntur.
  5. 5.Athuga þarf með fánaborg, 3 fána og athuga þarf með jöfnunarlag hjá bænum.
  6. 6.Stefnt á að auglýsa samkeppni um lógó félagsins og ætlar Bjarni að sjá um það.
  7. 7.Talað um að fá tilboð frá Húsasmiðjunni í það sem vantar í bíslag á aðstöðuhúsi.
  8. 8.Ákveðið að senda út félagsgjald með gjalddaga 1. júní og eindaga 15. júní.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur