Stjórnarfundur 30. apríl 2012

Stjórnarfundur SKAUST 30.04.2012

Mættir: Þorsteinn B Ragnarsson, Þorsteinn Erlingsson, Bjarni, Baldur og Dagbjartur.

  1. Bjarni setti fundinn.
  2. Ákveðið að Þorstinn Erlings verði gjaldkeri,Baldur Regin verði varaformaður, Dagbjartur ritari og Úlfar meðstjórnandi.
  3. Ákveðið að vinnukvöld skuli vera á miðvikudögum í maí.
  4. Steini B ætlað að mæta með sand á svæðið fyrir hellurnar næsta miðvikudag og stefnt verður á að setja í loftið á riffilhúsinu og tiltekt á svæðinu.
  5. Steini hafði talað við Svein Sveins hjá vegagerðinni og hann talaði um að það þyrfti 20 metra langa brú ef brúin ætti að taka allt vatnsrennsli.
  6. Talað um að setja tré við svæðið.
  7. Þorsteinn Erlings ætlar að athuga með styrk fyrir plöntum.
  8. Aðeins rætt um bíslag.
  9. Steini B ætlar að hafa samband beint við Þórólf Hafstað.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur