Stjórnarfundur 30. apríl 2012
Stjórnarfundur SKAUST 30.04.2012
Mættir: Þorsteinn B Ragnarsson, Þorsteinn Erlingsson, Bjarni, Baldur og Dagbjartur.
- Bjarni setti fundinn.
- Ákveðið að Þorstinn Erlings verði gjaldkeri,Baldur Regin verði varaformaður, Dagbjartur ritari og Úlfar meðstjórnandi.
- Ákveðið að vinnukvöld skuli vera á miðvikudögum í maí.
- Steini B ætlað að mæta með sand á svæðið fyrir hellurnar næsta miðvikudag og stefnt verður á að setja í loftið á riffilhúsinu og tiltekt á svæðinu.
- Steini hafði talað við Svein Sveins hjá vegagerðinni og hann talaði um að það þyrfti 20 metra langa brú ef brúin ætti að taka allt vatnsrennsli.
- Talað um að setja tré við svæðið.
- Þorsteinn Erlings ætlar að athuga með styrk fyrir plöntum.
- Aðeins rætt um bíslag.
- Steini B ætlar að hafa samband beint við Þórólf Hafstað.
Fleira ekki gert, fundi slitið. Dagbjartur