Stjórnarfundur 12. apríl 2012
Stjórnarfundur SKAUST 12.04.2012
Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni og Dagbjartur.
- Steini setti fundinn.
- Ákveðið að aðalfundur SKAUST fari fram fimmtudaginn 26. apríl kl 20:00 í húsnæði Þekkingarnets Austurlands.
- Auglýsing þarf því að fara í Dagskránna fyrir þriðjudag og mun Dagbjartur sjá um það.
- Steini ætlar að skrif skýrslu stjórnar.
- Dagbjartur ætlar að taka saman eitthvað um mót sumarsins 2011.
- Ársþing UÍA verður haldið 15. apríl og stefnir stjórnin á að mæta þar.
- Bjarni ætlar að koma saman ársreikning fyrir aðalfund.
- Gjaldkeri ætlar að senda reikninga vegna byssuleyfisnámskeiðs og hæfnisprófs verðandi hreindýraleiðsögumanna.
- Rætt um að félagið þurfi að eignast lógó og ákveðið að það þurfi að ræðast á aðlfundi.
10. Steini ætlar að mæta á fund um samfélagsdag sem verður á þriðjudaginn 17 apríl.
11. Umræður um brú inn á svæðið, ekki frést neitt af ferðum vatnsverndar arkitektsins. Tóti og Bjarni ætla að hitta á bæjarfulltrúa 13. apríl kl 17:00 varðandi þau mál.
12. Steini ætlar að tala við Svein Sveinsson hjá vegagerðinni á Reyðarfirði um það hvernig vegagerðin sér hugsanlega brú inn á svæðið.
Fleira ekki gert, fundi slitið. Dagbjartur