Stjórnarfundur 22. febrúar 2012

Stjórnarfundur SKAUST 22.02.2012

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Steini setti fundinn.
  2. Farið yfir drög að reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða og gerðar athugasemdir við það sem við töldum að betur mætti fara. Ákveðið að Steini muni hafa samband við Einar Guðmann hjá Umhverfisstofnun og reyna að fá þessi drög á tölvutæku formi svo einfaldara sé að gera við þetta athugasemdir.
  3. Tóti sagði frá að hann hefði átt fund með stjórn UÍA um drög að nýjum skotvopnalögum og þar hefði komið fram hugmynd um að senda bréf til innanríkisráðherra og mótmæla þeim hugmyndum sem myndu útiloka 3 Olypískar keppnisgreinar. Bréf þetta verður síðan sent sameiginlega frá UÍA, SKAUST og Drekanum. Tóti tók að sér að gera uppkast að þessu bréfi.
  4. Steini mynntist á að skyla þyrfti inn umsókn um styrk til Alcoa í Mars og sækja um styrk til samgöngubóta.
  5. Rætt lítillega um samgöngumál og þar kom fram að vatnsverndarsérfræðingurinn hefði ekki verið á ferðinni.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur