Stjórnarfundur 15. apríl 2011
Stjórnarfundur SKAUST 15.05.2011
Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni og Dagbjartur.
- Steini setti fundinn.
- Ákveðið að framvegis verði varamenn boðaðir á stjórnarfundi.
- Ákveðið að gíróseðlar verði ekki sendir seinna en 1 júní ár hvert.
- Ákveðið að senda gíróseðla fyrir 2011 út í næstu viku.
- Ákveðið að skipt verði um skrá í riffilhúsi 8. júní.
- Gerð prófkúruhafabreyting á reikningi félagsins, Bjarni settur í stað Guðmundar.
- Tóti og Steini ætla að útbúa formlega umsókn um úttekt lögreglu á skotsvæðinu.
- Umræður um möguleika á að hafa formlega opnun skotsvæðisins í kringum Ormsteiti.
- Bjarni sagði frá að hann hefði sótt um „Axjon vekefni“ hjá Alcoa.
10. Samþykkt að stjórnin fari á þriðjudag til að ákveða endanlega hvar Trappvél og rotþró eiga að vera.
11. Rætt um að tala við Þorstein hjá fyrirtækinu Og synir um að hafa umsjón með byggingu forstofu við Aðstöðuhús.
12. Rotþró er ekki klár þar sem límbyssa er enn biluð, reynt að pressa á að það klárist. Trappvélarhús að verða klárt til flutnigs. Stefnt á jarðvinnu um leið og rotþró verður klár.
13. Skoðaðar lokur sem hugsanlega er hægt að nota til brúargerðar.
Fleira ekki gert, fundi slitið Dagbjartur