Stjórnarfundur 3. apríl 2011

Stjórnarfundur SKAUST 03.04.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni og Dagbjartur.

  1. Þorsteinn setti fundinn.
  2. Ákveðið að Bjarni Haralds taki við embætti gjaldkera af Guðmundi sem fór út úr stjórn. Önnur embætti óbreytt.
  3. Spáð í verkefni sem eru framundan hjá félaginu. Einangra þarf riffilhúsið og klára að klæða það. Steini og Tóti ætla að fara og finna heppilegt efni til að halda einangruninni á sínum stað og ætlar Steini að halda utan um mannskap sem fer í þetta verk.
  4. Stefnt á að smíða húsið fyrir trappvélina fyrir framan áhaldahúsið og Tóti ætlar að halda utan um það verk.
  5. Tóti ætlar að koma upplýsingum varðandi starfsleyfið til lögreglunnar.
  6. Stefnt á að Steini, Tóti og Bjarni fari upp á svæði á þriðjudag og mæli áfellur og athugi með þró.
  7. Rætt um aðkomumálin og reiknað með að erindi varðandi það verði tekið fyrir á miðvikudag.
  8. Stefnt að því að jarðvegsframkvæmdir sem snúa að haglabyssusvæðinu geti byrjað um mánaðarmótin apríl maí og fyrir þann tíma þarf að ákveða endanlega staðsetningu valla og meta hvar þarf að ræsa.
  9. Ákveðið að setja upplýsingar á vefinn varðandi einangrun riffilshússins og smíði á húsi fyrir trappvélina.
  10.  Stefnt á að klára myndakerfið á vefnum fyrir 1 maí
  11. Riffil- nefnd þarf að koma reglum um 22 L.R. keppnina frá fyrir 10 apríl.
  12. Umræður um bakstopp og hugmynd um að koma malarbing fyrir í landinu.
  13. Minnst á að rafstöðin sé farin að leka olíu og Dagbjartur ætlar að kíkja á það.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið         

Dagbjartur