Stjórnarfundur 19. janúar 2011
Stjórnarfundur SKAUST 19.01.2011
Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Guðmundur, Úlfar og Dagbjartur.
- Þorsteinn setur fund.
- Dagbjartur lagði fram drög að mótadagskrá fyrir 2011 og var hún skoðuð lítilega.
- Steini sagði frá því að hann hefði farið upp á skotsvæði 3. jan og sett hurð á riffilhúsið sem hafði fokið af.
- Ákveðið að Mummi tali við Bjarna Haralds og feli honum að græja heimasíðu fyrir félagið.
- Stefnt að því að hafa það forgangsmál að koma upp leirdúfukastara með vorinu.
- Úlfar ætlar að sjá um að koma rotþró yfir í Herði og láta gera við hana.
- Ath. með að hafa byssusýningu í Sláturhúsinu. Steini ætlar að ræða við Dóra Pella og munum við stefna á 12 febrúar. Tóti ætlar að tala við þá í safnahúsinu t.d. varðandi hylkjasafn Skúla heitins og einnig ef þeir eiga einhverjar gamlar byssur. Einnig ætlar Tóti að heyra í Hirti dýralækni.
- Rætt um mögulegan veg á svæðið og talað um að Sveinn Ingimars komi með gröfu á svæðið í vor.
Fleira ekki gert fundi slitið
Dagbjartur