Aðalfundur 18.03.2016

Fundarstjóri Sigurður Aðalteinsson

Bjarni Haralds Formaður setur fundinn.

Farið yfir skýrslu stjórnar og þar rakið brúarverkefnið og helstu áfanga framvæmdarinnar. Þá var einnig farið yfir framkvæmdir á leirdúfusvæðinu og kaup á leirdúfukösturum sem voru fjármögnuð af styrktaraðillum (Bólholt, Veiðiflugan og Austfar) þann 22. ágúst var brúarvíxlan sem tókst gríðarlega vel og var vel sótt og þann 24. ágúst var leirdúfusvæðið vígt.

Farið yfir skotprófin og þau eru orðin stór hluti af tekjum félagsins ásamt því að vera stór partur af vinnu á svæðinu. Formaður fer yfir hvað það þýðir að vera félagi í félagi og mikilvægi félagsstarfs.

Skýrslur nefnda:
Haglabyssunefnd vantar fleiri aðila til að manna opnunartíma og menn voru hvattir til að ljá þessu máls. Formaður bogfimideildar gerir grein fyrir viðburðum í bogfimi. Sem dæmi hafa meðlimir SKAUST hafa endað í 3 og 4 sæti á Íslandsmótum ásamt því að hafa tekið þátt í mótum erlendis með ágætis árangri.

Rekstrarreikningur
Félagið stendur gríðarlega vel með rúmar 3 milljónir á bók. Fjöldi félagsmanna er rétt um 300. Reikningur félagsins samþykktur einróma.

Reglur og lög félagsins
Breytingar á 2 grein -> samþykkt samhljóða
Breyting á 3 grein -> samþykkt samhljóða
Breyting á grein 4
Endurskoða þarf grein 4 og verður stofnum nefnd þar um.
Breyting á 5 grein -> samþykkt samhljóða
Breyting á 7 grein -> samþykkt samhljóða
Breyting á 8 grein -> samþykkt samhljóða


Upphæð árgjalds helst óbreytt kr 5000 og samþykkt samhljóða.

Kosning formanns
Bjarni Þór Haraldsson kosinn samhljóða áfram og ekkert mótframboð.

Kosning stjórnar
Stjórn kosin samhljóða áfram

Framboð varamanna Jóns Egils og Eyjólfs samþykkt samhljóða.

Kosning villibráðarnefndar:
Leifur Láka
Guðmundur
Poul
Bergsteinn
Jói Gutt