Stjórnarfundur 12.01.2017

Á fundinn eru mættir: Bjarni, Haraldur, Steini, Kristján og Sigurgeir.

Fundargerð ritar Sigurgeir.

Dagskrá

1. Dagsetning og framkvæmd aðalfundar
– Ákveðið að hafa aðalfund 10. mars með villibráðarkvöldi. Stefnt á að vera á sama stað og síðast. Kostnaður mun liggja fyrir hjá nefndinni þegar nær dregur. Stjórnarmeðlimir gefa allir kost á sér í stjórn að nýju.

2. Framkvæmdir
– Ákveðið að fá Austurverk í að ljúka ýmsum jarðvinnslumálum á svæðinu. Einnig rætt um verkefni sem félagsmenn gætu komið að, meðal annars að byggja pall við trapp stöðina. Einnig að stækka haglabyssusvæðið í sporting völl, laga vegi og manir á bak við skotmörk. Rætt um að kaupa þurfi vinnu við viðhald ýmiskonar, t.d. við að setja upp milli hurð inni í skotúsi og setja pappa á skothúsið. Einnig þarf að laga klúbbhúsið og rétta það af og í framhaldinu setja bíslag á það. Það þarf að þrífa glugga, setja stopp á útihurðina, fúaverja haglabyssuskothúsið, laga timbur í skotmörkum og smíða lekabyttuskúffu undir rafstöðina.

3. Veiðimessa
– Stefnt að að halda veiðimessu 25. febrúar. Gaman væri að útbúa svokallað PubQuiz í tengslum við það.

4. Önnur mál
– Rætt um að skila inn posanum yfir háveturinn til að spara í kostnaði við rekstur hans, enda posinn lítið notaður á þessum tíma. Mun betri og kostnaðarminni leið er fá menn til að leggja inn í með millifærslum eða að menn taki við peningum á staðnum. Þetta heldur kostnaði niður svo um munar.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.