Stjórnarfundur 28.09.2015
Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen og Kristján Krossdal.
- Rætt um vinnu á svæðinu og hvað liggur fyrir:
- Þarf að tala við Ella um að fúaverja hús. Hann er með sprautu til að úða fúavörninni á.
- Það þarf að tæma vatnslögn fyrir veturinn.
- Það þarf að klára handrið á brúnni.
- Tala við Magga Ástráðs og Einar Urriða til að steypa undir brúnna.
- Það þarf að fá Inga til að útfæra það hvernig hægt er að nýta rafstöðina til að hlaða inn á rafgeymana sem tengdir eru við leirdúfukastarana.
- Rætt um að taka á móti hópum á haglabyssusvæðið. Þarf að finna einhverja sem eru tilbúnir til að taka það að sér.
- Ákveðið að halda villibráðarhlaðborð eins og var á síðasta aðalfundi.
- Rætt um að virkja uppá svæði til að framleiða rafmagn. Ákveðið var að hafa samband við Einar og Björn til að skoða þau mál.
- Bjarni ætlar að athuga með að fá ruslagám uppá svæði.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið.