3. stjórnarfundur 16.07.2015
Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Þorsteinn B Ragnarsson og Kristján Krossdal.
- Brúarsmíði. Fram kom á fundinum að hækka þyrfti grjótvörn svo vegurinn renni ekki til. Sveinbjörn Valur hefur útvegað bita í uppistöður fyrir vegrið og Ragnar Bjarni Jónsson skaffar sennilegast víra sem eiga að notast í það. Brói á Brú stefnir á að koma næstu helgi og klára það sem að Austurverksmönnum snýr.
- Ormsteiti. Hugmyndir um að reyna að halda opnunarhátíð SKAUST þar sem brúin verður formlega vígð ásamt skotsvæðinu sem hefur aldrei verið vígt formlega. Í sambandi við þessa opnunarhátíð kom uppástunga um að bjóða fyrirtækjum að koma og vera með kynningar á svæðinu. Bjarni Haralds ætlar að setja sig í samband við fyrirtæki og athuga hvort hægt sé að setja eitthvað um þetta í ormsteitis snepil.
- Önnur mál. Leirdúfukastararnir eru á leiðinni. Kristján Krossdal ætlar að athuga með kassa utan um kastarana svipaða og þá sem SKOTAK og SKOTÓLO eru með hjá sér.
Bjarni ætlar að tala við Elvar „vefara“ um að reyna að koma logo-um styrktaraðila á forsíðu heimasíðunnar – skaust.net.
Steini ætlar að athuga með jöfnunarlag til að setja ofan á leirdúfu-böltann.
Planið er að hafa opið á leirdúfuvellinum á mánudögum og fimmtudögum það sem eftir lifir sumar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.