2. stjórnarfundur 19.08.14
Annar fundur stjórnar haldinn 19. ágúst í EFLU húsinu.
Mættir: Bjarni, Haraldur, Sigurgeir og Þorsteinn.
- Steini fór til Björns Sveinssonar með teikningar sambandi við brúargerð. Honum leist vel á. Að öllum líkindum verða bitarnir soðnir saman í húsnæði sem ÞS verktakar hafa yfir að ráða. Rætt var hvaða efni er til í brúarsmíðina hjá félaginu. Suðumenn eru fundnir, þeir Binni Braga og Sveinbjörn Valur.
- Rædd félagsgjöld og komið með tillögu um fjölskylduafslátt en mönnum fannst ekki tilefni til að svo stöddu. Ákveðið að halda félagsgjöldum óbreyttum, 4500 kr.á ári.
- Action verkefni sem á að vera 30. ágúst. Vantar 10 Alcoa starfsmenn til að vinna við að setja upp sólpall við félagshúsið. Ákveðið að tala við Birgi Bragason til að setja upp grind fyrir pall. Svo þarf að fúaverja félagshúsið að utan. Það var síðast gert fyrir 3 árum og var þá fenginn í verkið Elías Elíasson. Þá var rætt um að negla borðin í pallinn í stað þess að skrúfa þau.
- Mæting félagsmanna rædd. Mætingu þykir stórkostlega ábótavant. Rætt hvort að ekki væri hægt að kalla saman fólk með hóp sms sendingum eða álíka.
- Enn vantar að leggja lokahönd á nokkur verkefni á skotsvæði. Nefnd eru: bíslag á félagshúsinu og grind fyrir pall. Ganga þarf frá húsi og búnaði fyrir veturinn. Það vantar að tæma rotþróna – passa verður þó að tæma hana ekki alveg þar sem þá flýtur hún upp.
- Villibráðarkvöld. Búið er að ákveða að það verði haldið 22. nóvember. Konráð Gylfason hefur boðið sig fram til að sjá um framkvæmdina og vantar aðila til aðstoðar. Það þarf að byrja að safna villibráð fyrir kvöldið og hafa fjölbreytnina mikla og nóg af henni. Rætt um að fá aðstöðu, t.d. nefnd til sögunnar húsnæði á Eiðum, í Brúarási eða Hallormsstað.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.